Helstu áhrif Omega–3 á heilsuna
- Dóra hjá Mitt Aloe
- Feb 12, 2022
- 2 min read
Updated: Feb 19, 2022
Fjölómettaðar Omega-3 fitusýrur eru sérlega mikilvægar fyrir líkamann og fá næringarefni hafa verið jafn mikið rannsökuð og þær. Þar sem líkaminn getur ekki framleitt þessar nauðsynlegu fitusýrur, þurfum við að fá þær úr fæðunni eða með bætiefna inntöku.

Omega-3 fitusýrurnar eru aðallega unnar úr feitum kaldsjávarfiski. Fitan í fiskinum inniheldur tvær mikilvægar omega-3 fitusýrur, annars vegar DHA (docosahexaenoic-sýru) og hins vegar EPA (eicosapentaenoic-sýru)
Hér eru nokkur atriði sem gefa til kynna fjölbreytileika Omega-3 fyrir heilsuna
Omega-3 sem vörn gegn kvíða og þunglyndi
Þunglyndi er orðið eitt helsta heilsufarsvandamál heims í dag, en einkennin koma meðal annars fram sem depurð, sinnuleysi og almennt áhugaleysi á lífinu. Omega-3 fitusýrurnar, ekki hvað síst EPA-fitusýran virðist hafa mikil áhrif sem vörn gegn þunglyndi.
Omega-3 getur bætt augnheilsuna
DHA-fitusýran í Omega-3 er mikilvægt byggingarefni fyrir heila og sjónhimnu augna. Ef við fáum ekki nóg af DHA aukast líkur á sjónvandamálum. Einnig hefur verið sýnt fram á að nægilegt magn af Omega-3 dregur úr kölkun augnbotna, en hún er helsta orsök sjónskemmda og blindu í heiminum í dag.
Omega-3 er talið styðja við heilbrigði heila fósturs á meðgöngu og snemma á lífsleiðinni.
Að fá nóg af omega-3 á meðgöngu og fyrstu mánuði / ár lífsins skiptir sköpum fyrir þroska barnsins. Omega viðbót eða fæðubótarefni eru tengd við meiri greind og minni hætta á nokkrum sjúkdómum.
Omega-3 hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfið
Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur úr fiski draga úr bólgum og geta hindrað eða haft bætandi áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma. Þær hafa einnig verið tengdar við betri batalíkur þeirra sem fá hjartaáföll.
Omega-3 og ADHD-einenni
Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að Omega-3 dregur úr ADHD-einkennum eins og eirðarleysi og árásargirni og betur gengur að ljúka verkefnum og stunda nám. Fitusýrur úr fiski eru taldar hafa þessi áhrif í gegnum heilastarfsemina, sem er ekki ólíklegt þar sem 60% heilans samanstendur af fitu.
Omega-3 getur styrkt starfsemi ónæmiskerfisins
Omega-3 fitusýrurnar styrkja almennt ónæmiskerfi líkamans. Því er mikilvægt að neyta þeirra reglulega, hvort sem það er gert í gegnum neyslu á fiski eða með því að taka inn bætiefni með Omega-3.
Omega-3 getur hægt á einkennum alzheimers
Fitusýrur sem nauðsynlegar eru heilastarfsemi er að finna í fiskifitunni og þær hægja ekki bara á vitrænni hnignun, heldur geta þær líka komið í veg fyrir almenna heilarýrnun hjá eldra fólki.
Omega-3 getur bætt heilsu beina og liðamóta.
Beinþynning og liðagigt eru tveir algengir sjúkdómar sem hafa áhrif á beinakerfið. Rannsóknir benda til þess að omega-3 geti bætt beinstyrk með því að auka magn kalsíums í beinum þínum, sem ætti að leiða til minni hættu á beinþynningu. Sjúklingar sem taka inn omega-3 hafa greint frá minni liðverkjum og auknum gripstyrk
Omega-3 styrkir húð og hár
DHA fitusýran er byggingarefni húðarinnar sem ber ábyrgð á heilsu frumuhimnunnar, sem er stór hluti af húðinni. Áhrif Omega-3 geta því verið mikil á húðina, sem er stærsta líffæri líkamans, meðal annars með stuðningi við fituuppleysanleg bætiefni og stuðla þannig að sléttri og teygjanlegri áferð húðar.
Í hnotskurn...
Að fá omega-3 beint úr fæðunni, eins og feitum fiski tvisvar í viku er besta leiðin til að tryggja örugga inntöku af omega.
Hins vegar, ef þú borðar ekki mikið af feitum fiski, þá viltu kannski íhuga að taka inn omega-3 vítamín. Fyrir fólk sem skortir omega-3 er þetta ódýr og mjög áhrifarík leið til að bæta heilsuna.
Heimildir:
Comentários