Heilbrigð húð innan frá og út!
- Dóra hjá Mitt Aloe
- Nov 16, 2022
- 2 min read
Húðin er stærsta líffæri líkamans og hún sýnir fljótt ummerki vanrækslu eða ef hana skortir góða ummönnun.

Daglegt líf endurspeglast í húðinni.
Húðin gefur til kynna annaðhvort umhyggjuna eða vanræksluna sem þú hefur sýnt henni í gegnum árin. Hún getur sagt sögu um húðumhirðuna (eða skort á henni), næringarinntöku, útiveru, rakastig líkamans, loftslag eða árstíðabundnar breytingar og margt fleira.
Hvernig endurspeglast það sem er að gerast innra með þér á húðinni?
Húðin tjáir sig um sínar þarfir og þarfir líkamans í heild – ef þú hlustar. Við höldum oft að líffæri séu aðeins inni í líkamanum og augljóslega getum við ekki séð sögu lifrarinnar eða hjartað, en húðin er líka líffæri, ytra líffæri og getur sagt okkur og sýnt helling um ástand líkamans.
Hvernig er hægt að bæta húðina utan frá?
Mikilvægasta skrefið fyrir þá sem vilja byrja eða vilja bæta daglegu umhirðu húðarinnar er að gera það að rútínu, daglegri rútínu. Hin fullkomna rútína felur í sér að þvo andlitið og nota markvissar meðferðarvörur bæði kvölds og morgna og að nota skrúbb hreinsir tvisvar til þrisvar í viku.
Ef ég gæti bara valið eitt ráð væri það að þú ferð í gegnum rútínuna þína á hverjum einasta degi, tvisvar á dag, eins og mælt er með. Ef þú ert að byrja, mæli ég með fjórum grunn-vörum: hreinsi, andlitsvatn, meðferðarvöru og rakakrem. Sjá mynd neðst.
Hvernig er hægt að bæta húðina innan frá og út?
Við hugsum oft ekki um mataræði, næringu eða að viðhalda rakastigi líkamans þegar við erum að hugsa um húðina, en þessi atriði eru nauðsynleg til að bæta húðina innan frá og út. Mikilvægasta svæði líkamans til að einbeita sér að í tengslum við húðina eru þarmarnir. Tiltölulega stutt er síðan vísindamenn fóru að skoða tengsl milli húðar og þarma en nú lítur út fyrir að húðin geti gefið okkur innsýn í ástand þarmanna. Vísbendingar eru um að húðkvillar eins og bólur, exem, húðbólgur og rósroði geti tengst ójafnvægi í þarmaflórunni.


Comentarios